Örlaganna saga

Söguna alla verður að segja
um stríð sem er búið að heyja.
Þægilegast væri að þegja
en þá óttast hann að deyja.

Var hrímkalt kvöld þetta haust
er beint í hjartað örin skaust.
Andi Amors í hjartað braust
ástin tendruð fyrirvaralaust.

Rugluðu fljótt saman reitum
böðuð í rósum og ástarheitum.
Ástin tjáð með ástarskeytum
sem hélt hjörtum funheitum.

Um sumar fann fyrir ofsakvíða
og hræðslan fór líka að stríða.
Ritaði bréf því ekki mátti bíða
og lífið hélt svo áfram að líða.

Gat ekki vitað hann væri veikur
og höfnunaróttinn enginn leikur.
Á hörkunni hamaðist þó keikur
í hjarta sínu var mjög smeykur!

Var sekur um að segja ekki frá
en ótti við höfnun á honum lá.
Helvítis kvíðinn fór hann að hrjá
og ofsahræðslan greip hann þá.

Af hræðslu við höfnun þagði
af óttanum gripinn á augabragði.
Á lúmskan hátt kvíðinn hann lagði
lamaður vildi segja en guggnaði.

Hann vildi aldrei neinu að leyna
kvalinn af kvíða var að reyna.
Í neyð reyndi tímann að treina
í trú að þrífa samviskuna hreina.

Skiljanlegt að verða reið og sár
sérstaklega að liðið hafði heilt ár.
Hvernig er hægt að fella ei tár
og slíta heit líkt og eitt lítið hár?

Sakbitinn settist á næsta torg
í skömm, iðrun og ástarsorg.
Líf hans líkt og skotgrafin borg
er hægt að lifa af þessa sorg?

Vildir ekkert meira að ræða
væri ekkert á því að græða.
Blóm og bréfi náði að læða
þögnin lét hjarta hans blæða.

Fann kulda og kvöl daga langa
lét sársaukann yfir sig ganga.
Stöðug áföll átu alla hans anga
árasirnar tóku sál hans til fanga.

Köld kvíða- og hræðsluköst
krömdu sálina sem varð föst.
Lífið færði barnæskunnar löst
sár drengur tók út sín reiðiköst.

Fúlt að þurfa af dauða að þefa
þér Drottinn vildi líf sitt gefa.
Bað bænir en dró samt í efa
að kvöl drengsins myndi sefa.

Æðri máttur þá fyrir honum bað
hann sagði frá öllu hvað væri að.
Fárveikur tefldi á tæpasta vað
en tapaði og dæmdur fyrir það!

Örlög hans voru súrsæt saga
örvinglaður byrði tók að draga.
Réttlæti lífsins hélt þó til haga
sanngirnin líf hans hóf að laga.

Söguna er loks búið að segja
og ný stríð er farinn að heyja.
Söguna mun hann oft segja
því sár gróa ekki við að þegja.