Hver er ég?

Hver vill ekki a12188384_10207599996425208_682078555_nð „vera maður sjálfur“ í lífinu? Þurfa ekki að leika „hlutverk“ til að þóknast öðrum? Enn eitt sjónarhornið sem ég gat fundið úr minni veikindasögu.
Ég hafði fyrir því að eignast mitt „sjálf“ fyrir um 20 árum síðan. Þá á milli tvítugs og þrítugs að stíga upp úr mikilli óreglu. Ég vissi ekki hver ég var. Hafði leikið hlutverk til að þóknast öðrum frá því ég man eftir mér. Tapaði „sjálfinu“ mínu í barnæsku. Ég varð sjálfur að hafa fyrir að breyta mér og byggja upp mitt líf. En fylgdi leiðsögn sem ég fékk, og gekk vel í lífinu eftir það. Eignaðist á ný mitt „sjálf“!
Sumarið 2013 fæ ég einkenni sem ollu mér mikilli vanlíðan og hræðslu. Upplifði nokkur ofsakvíða- og panikköst. Grunaði fljótt að áföll og sársauki barnæskunnar byrjaði þá að „bíta í mig“. Ég reyndi að „skrifa mig frá þessu“ en gerði ekkert annað. Vissi ekki að ég var orðinn lífshættulega veikur. Þróaði veikindin ómeðhöndlað til loka ágúst 2015. Þá var ég greindur með króníska áfallastreituröskun (Complex Post Traumatic Stress Disorder – C-PTSD), kvíðaröskun (Anxious & panic disorder), meðvirkni og sjúklegan ótta við höfnun. Að auki hafði ég um þetta sumar „brunnið út“ (burnt out). Oft kallað „kulnun“. . Hef kynnst ýmsu í lífinu en aldrei upplifað aðra eins svaðilför! Svaðilför sem hafði hræðilegar afleiðingar á mig og mitt líf. Ein afleiðingin var að ég tapaði aftur mínu „sjálfi“. Eftir sambúðarslit í mars 2015, brást stíflan og ég varð í kjölfarið stefnulaust rekald. Fram að þessum tímapunkti hafði ég einhvern veginn náð að halda mér gangandi í vinnunni og á heimilinu. Veit ekki hvernig mér tókst það. En skyndileg sambúðarslit sprengdu „blöðruna“. Upplifði mig berskjaldaðan, óvarinn, hræddan og vonlausan. Staðan: Sambúðarslit, peningalaus, bíllaus, heilsulaus og húsnæðislaus. Afleiðing veikindanna. Ekki gott né fallegt.

Ég veit að mannlegur máttur minn réð ekki við veikindin mín. Ég reyndi mitt besta í 2 ár, til loka ágúst 2015. Þá greip almættið inn í sem leiddi mig að hjálpinni. Það munaði engu að það hefði verið of seint! Við höfum ekki öll skining á erfiðleikum eða veikindum annarra. Ég kynntist því og hafa mín veikindi skilið eftir djúp sár á sálinni. Það er grátlegt en lífið er ekki dans á rósum.
Hver er mín ábyrgð? Þó ég geti gert lista yfir atriði þar sem mér fannst ég beittur óréttlæti þá er það mér engin hjálp. Öðrum getur fundist annað en mér. Ergo. Ég ber ábyrgð að byggja upp mitt líf og öðlast á ný mitt „sjálf“. Líka að láta sár gróa. Enginn gerir það fyrir mig. Hjálpin er alltaf til reiðu en ég verð að bera mig eftir henni. Að sumu leyti er ég í sömu sporum og fyrir 20 árum en bý af þeirri reynslu. Veikindin núna lögðu
mig nær að velli en ég veit að ég get þetta í dag. Það er stórkostleg lí2c0295bd3c8b859af91ef969068c8867ðan.
Síðan í byrjun september 2015 hef ég klifið batastigann og borið ábyrgð á hverri tröppu. Stundum stokkið upp tvær tröppur eða dottið niður um eina. En er á uppleið. Við lendum oft í að kenna öðru eða öðrum um það sem miður fer. Það er vörn manneskjunnar við því óþægilega. Því miður er þessi brestur manneskjunnar frekar algengur og gerðist ég oft sekur um það hér áður. Ég gæti skrifað lærða ritgerð um þetta efni sem breytir engu hvað varðar mína ábyrgð.
Ef ég legg á mig til að komast til baka veit ég hvaða verðlaun bíða. Ég verð þroskaðri og betri manneskja. Reynsla, slæm og góð, er tækifæri til þroska. Ef það tekst er allur sársaukinn og erfiðið þess virði. Ég ber ábyrgð á eigin bata. Ekki þú. Lífið er skóli. Stundum fjári erfiður skóli. Þetta var ein af mínum kennslustundum. Erfið en lærdómsrík.
Takk fyrir.